Kaldi

kaldi_dkkur_02_640kaldi_lager_1_640Kaldi er bruggaður eftir Tékkneskri hefð síðan 1842. Markmiðið með bjórnum var að búa til vandaðan bjór með miklu bragði þar sem að markhópurinn yrði þar af leiðandi aðeins þroskaðara fólk. Það er ýmilsegt sem að gerir Kalda sérstakan og frábrugðin hefbundnum bjór. Það er einungis notað allra besta hráefni sem völ er á. Einnig var valið að hafa hann eins hollan og ferskan og mögulegt er. Þess vegna er Kaldi ógerilsneyddur, án viðbætts sykurs og með engum rotvarnarefnum. Það eina sem notað er í bjórinn er 4 tegundir af byggi sem þykir það besta sem völ er á, 3 tegundir af humlum, ger og vatn. Allt þetta hráefni er sérpantað frá Tékklandi, fyrir utan að sjálfsögðu íslenska vatnið sem að við fáum úr lind við Sólafjall við utanverðan eyjafjörð. Það er einmitt vatnið sem á stóran þátt í að gera bjórinn svona góðan. Kaldi er fáanlegur í flestum vínbúðum og á nokkrum veitingastöðum um allt land þó svo að oft sé hann ekki auglýstur sérstaklega, en þá er um að gera að spyrja um hann.

Könnun

Hvernig finnst ţér Súkkulađi Porterinn okkar?


Sjá niđurstöđur
Sjá allar kannanir

Heimsóknir

Í dag: 32
Samtals: 1005150
...

Deildarval

Framsetning efnis

BRUGGSMIĐJAN Öldugötu 22::621 Árskógssandi::sími:466 2505::Fax 466 2510::email:bruggsmidjan@bruggsmidjan.is
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning