Velkomin(n)

Velkomin á heimasíðu Bruggsmiðjunar. Markmiðið með þessari síðu er að leyfa ykkur að fylgjast með starfsemi Bruggsmiðjunar. Á síðunni eru allar upplýsingar um fyrirtækið, allt um bjórinn Kalda, upplýsingar um bjórkynningar, myndir ofl. Ef síðan svarar ekki ykkar spurningum, þá endilega hafið samband við okkur og við munum gera okkar besta til að hjálpa ykkur.

Nýjustu fréttir

 • Páska Kaldi.

  Góðan daginn kæru vinir.
  Nú er páska kaldi búinn að vera í sölu ca helminginn af sölutímabilinu en því líkur Laugardaginn 19 Apríl og hefur salan á honum gengið mjög vel.
  Miðað við sölu síðustu ára, þá er betra að tryggja sér hann í tíma.
  Páska kaldi er dökkur lager bjór með mikilli sætu, meðalfyllingu og
  í hann eru notaðir Tékkneskir Saaz og sladek humlar.

  Eigið góðan dag og njótið alls þess besta.

  Kveðja, starfsfólk Brugasmiðjunnar Kalda. 


 • Öskudagur.

  Þá er öskudagur runninn upp með ægifögru veðri og verðum við bara að trúa því að næstu 18 dagar verði eins.

  En við hjá Brugsmiðjunni Kalda hlökkum mikið til að taka á móti yndislegum börnum og hlusta á söng þeirra.

  Eigið góðan öskudag og njótum hans með börnunum okkar.
   
  Kveðja, starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda. 

 • Stinnings Kaldi og Íslenska Hvönnin

  http://www.sagamedica.is/Visindi-og-saga/Saga-aetihvannarinnar/

  Hvönnin er talin ein af betri lækningajurtum og notum við hjá Bruggsmiðjunni Kalda hvönnina, í okkar vinsæla Stinnings Kalda.
  Hvönnin er tínd í Hrísey og unnin hjá Saga Medica
  í vökvaform, og er vökvanum svo bætt útí bjórinn.
  Það er gaman að segja frá því, að við tökum á móti mjög mörgum erlendum gestum og sýna þeir Stinnings kalda alltaf mikinn áhuga, þar sem að þeim finnst mjög áhugavert að það sé notuð jafn öflug lækningajurt í bjórinn.
  Einnig er gaman að segja frá því, að Hvannadalshnjúkur sem er stærsti tindur Íslands, dregur nafn sitt af Íslensku Hvönninni.


 • Bjórfestival á Kex Hostel.

  Góðan daginn kæru vinir.

  Nú um helgina er hið árlega bjórfestival á Kex Hostel í Reykjavík.
  Við tökum að sjálfsögðu þátt í því og fóru bruggararnir okkar, þeir Sigurður Bragi og Þorsteinn Ingi, suður yfir heiðar í gær til að kynna okkar framleiðslu.
  Þetta er stórhátíð fyrir áhugafólk um bjórmenningu og í ár taka þátt auk Íslendinga, framúrskarandi Brugghús frá Oregon í Bandaríkjunum og Danmörk.
  Hátíðin byrjaði í gær Miðvikudaginn 26 Febrúar og endar á Laugardaginn 1 Mars.
  Við hvetjum alla sem áhuga hafa á bjór og bjórmenningu að fara á Kexið og taka þátt í þessu flotta bjórfestivali.

  Kveðja, starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda. 


Könnun

Hvađa Kaldi er bestur?Sjá niđurstöđur
Sjá allar kannanir

Heimsóknir

Í dag: 310
Samtals: 488329
...

Deildarval

Framsetning efnis

BRUGGSMIĐJAN Öldugötu 22::621 Árskógssandi::sími:466 2505::Fax 466 2510::email:bruggsmidjan@bruggsmidjan.is
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning