Velkomin(n)

Velkomin á heimasíðu Bruggsmiðjunar. Markmiðið með þessari síðu er að leyfa ykkur að fylgjast með starfsemi Bruggsmiðjunar. Á síðunni eru allar upplýsingar um fyrirtækið, allt um bjórinn Kalda, upplýsingar um bjórkynningar, myndir ofl. Ef síðan svarar ekki ykkar spurningum, þá endilega hafið samband við okkur og við munum gera okkar besta til að hjálpa ykkur.

Nýjustu fréttir

 • Enginn titill


  Góðan daginn kæru vinir.

  Nú er verslunarmannahelgin afstaðin og vonum við að hún hafi verið ykkur öllum ánægjuleg.
  Hjá okkur er allt farið í gang í nýrri viku, sem er styttri en vanalega og erum við að tappa á flöskur í dag ásamt ýmsu öðru.
   
  Eigið góðan dag og njótið hans vel.
  Kveðja, starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda. 

 • Hvernig nota má bjór í matargerđ.

  Bjór í matargerð

  Bjór/Vín í matargerð er eitthvað sem flestir þekkja, hvort sem er til að sjóða upp úr, í sósuna, marineringu eða slíkt, en einhverra hluta vegna nota færri bjór í matargerð.

  Það er mjög sniðugt að nota bjór til að meyra kjöt, en þar sem sýrustig bjórs er lægra en víns, brýtur bjórinn vöðvann ekki niður eins hratt og vínið. Bjór gefur matnum einnig góðan kryddkeim og eykur á fyl
  lingu sósunnar og þéttleika. Auðvitað er ekki sama hvaða bjór maður notar, en bragðmikill bjór gefur meira bragð, humlaríkur bjór gefur meira krydd, dekkri bjór gefur meiri hnetu-, súkkulaði- og/eða lakkrískeim.

  Klassískt dæmi um notkun bjórs í eldamennsku er „dósakjúklingur“, þar sem hálffull bjórdós er sett í afturendann á kjúklingnum og hann látinn standa, með aðstoð dósarinnar, á grillinu. Maður finnur ekki fyrir bjórbragði af kjúklingnum, en
  bragð og áferðarmunurinn á dósakjúlla og venjulegum er samt augljós. Marinering úr dökkum bjór, eða jafnvel reyktum bjór, með lauk, hvítlauk, limesafa, smá púðursykri, tabasco og broddkúmeni, er eitthvað sem allir grillunnendur ættu að prófa.

  Svo má líka nota bjór í eftirrétti! Bjór er hægt að nota í baksturinn, hvort sem er í kökur eða smákökur, og sumir hafa verið
  að prófa sig áfram með ís og bjór, en þá er hvort sem er hægt að nota bjórinn í ísgerðina eða ís útí bjórinn (e: beer float).
  Enn og aftur skiptir máli hvaða bjórstíll er notaður, og er um að gera að prófa sig áfram og vera ævintýragjarn.

 • Sumar og Sól.

  Góðan daginn kæru vinir.


  Hér skín sólin eins og endranær, bæði innan og utandyra.
  Átöppun á sumar kalda í gangi og salan á honum gengur vel.


  Eigið góðan dag og njótið alls hins besta.
  Kveðja, starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda.


 • Enginn titill

  Góðan daginn kæru vinir.

  Nú er Sumar kaldi komin í verslanir ÁTVR og er um að gera að næla sér í ferskan og svalandi sumar Kalda.

   

  Eigið góðan dag.

  Kveðja, starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda. 


Könnun

Hvađa Kaldi er bestur?Sjá niđurstöđur
Sjá allar kannanir

Heimsóknir

Í dag: 183
Samtals: 545163
...

Deildarval

Framsetning efnis

BRUGGSMIĐJAN Öldugötu 22::621 Árskógssandi::sími:466 2505::Fax 466 2510::email:bruggsmidjan@bruggsmidjan.is
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning