
Bruggsmiðjan Kaldi er fyrsta handverksbrugghús á Íslandi. Markmið okkar er að brugga hágæða handverksbjór úr okkar einstaka vatni, ógerilsneydda, án rotvarnarefna eða viðbætts sykurs. Bruggsmiðjan Kaldi er staðsett Árskógssandi í Eyjafirði, en samhliða bruggsmiðjunni starfrækjum við Bjórböð Kalda og Hótel Kalda. Ásamt því að leggja mikinn metnað í bjórinn sjálfan tökum við gjarnan á móti hópum í veitingar, bjórböð og skemmtilegar kynningar þar sem bjórinn er smakkaður ófilteraður um leið og fræðst er um sögu Kalda bjórsins.
Bruggsmiðjan Kaldi

Okkar þjónusta
Bruggsmiðjan Kaldi býður uppá kynningar fyrir hópa, sérmerkingu á bjór fyrir veisluna, kaup á bjór beint frá býli og einnig er hægt að leigja hjá okkur bjórdælur
-
Tökum á móti hópum í kynningar um Bruggsmiðju Kalda. Þar fær fólk að sjá starfsemina og einnig smakka bjórana okkar beint af dælu. Kynningar eru almennt 60 mín. Bókaðu fyrir hópinn þinn á bruggsmidjan@bruggsmidjan.is
-
Viltu sérmerktan Kalda fyrir brúðkaupið, veisluna, fyrirtækið eða bara hvað sem er? Við græjum það í bæði flöskur og dósir.
Hafði samband á joi@bruggsmidjan.is og við svörum öllum þínum spurningum
-
Hjá okkur getur þú keypt bjórkút/a og fengið fría dælu með. Tilvalið fyrir viðburði, brúðkaup, afmæli eða hvar sem er.
-
Frá og með 1.júlí 2022 hefur verið hægt að koma í verksmiðju Kalda og keypt bjórinn okkar í smásölu. Hjá okkur er bjórinn 18% ódýrari en í ÁTVR. Kíktu við og gerðu góð kaup.

Kaldi Bjór
Markmiðið var að búa til eðal bjór og þá var einungis valið besta hráefnið sem völ er á og því kemur allt frá Tékklandi, á móti er notað okkar Íslenska vatn sem kemur úr lind í Sólarfjalli, við utanverðan Eyjafjörð.
Útkoman er Kaldi; Íslenskur bjór, bruggaður eftir Tékkneskri hefð, ógerilsneyddur, engin viðbættur sykur og án rotvarnarefna.

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum










