<sad

Bruggsmiðjan Kaldi

Bruggsmiðjan Kaldi var stofnuð árið 2006 af hjónunum Agnesi og Ólafi. Eftir að Ólafur slasaði sig illa á hné árið 2003, eftir um 26 ár sem sjómaður, þá stóð hann frammi fyrir því að hafa enga atvinnu í sínum heimabæ Árskógssandi, þar sem allt snýst um fiskinn. Eftir um 2 ár þar sem þau hjónin reyndu hvað þau gátu að finna ný verkefni, en ekkert virtist ganga, þá sér Agnes frétt á RÚV í júní 2005 um auknar vinsældir svokallaðra Micro-Brugghúsa, sem var að öðru leyti óþekkt á Íslandi. Á þessum tímum voru eingöngu tvö fjöldaframleiðslu brugghús á Íslandi, Vífilfell og Ölgerðin.

Agnes ólst upp við það að föðuramma hennar hafði mikið dálæti af vatninu okkar hér í bænum og var vön að segja að við ættum "besta vatn í heimi!". Þegar þau sáu þessa frétt kviknaði stórfurðulega hugmynd í þeim, þau ákváðu að stofna brugghús. Eftir að hafa sannfært Ólaf um að skoða málið tóku þau slaginn og drifu sig til Danmerkur viku seinna.

Danski bruggarinn sem þau tóku viðtali við, gaf þeim góð ráð og benti þeim á hversu mikil gæði væru í kringum tékkneskan bjórstíl og hráefni. Þessi ferð fyllti þau innblæstri og þau sáu gott tækifæri á að koma með nýja tegund af bjór á markaðinn, vandaðan bjór með miklu bragði sem byggði á tékkneskri hefð frá 1842.

Til að framleiða þennan bjór, voru þau í boði tveir möguleikar: kaupa uppskrift af öðrum erlendum bjór eða fá bruggmeistara til liðs við sig og sníða bjórinn eftir sínum eigin hugmyndum. Þau fóru seinni leiðina og komust í samband við bruggmeistara frá Tékklandi, Davíð Masa.

Eftir nokkra rannsókn fóru eigendur bruggsmiðjunnar í samband við David Masa, sem er bruggmeistari frá Tékklandi með grunn bruggmeistaranám sem er 4 ár og hefur sérhæft sig í því að koma af stað litlum brugghúsum út um allan heim. Þau komu í samband við hann í gegnum bruggtækja framleiðandan Paul Holborn.

Skrifað var undir kaupsamninga á bruggtækjum í Tékklandi í október og bruggsmiðjan var formlega stofnuð í desember sama ár. Húsnæðið sem valið var var 380 fm stórt og staðsett á Árskógssandi, sem er aðeins 12 km frá Dalvík og 35 km frá Akureyri.

Fyrsta bruggun fór fram 22. ágúst 2006 og fyrsta átöppun var 28. september sama ár. Formleg opnun var síðan 30. september 2006. Markmiðið var að búa til eðal bjór og því var einungis valið besta hráefnið sem völ er á. Allt hráefnið kemur frá Tékklandi en til að brugga bjórinn er notað Íslenska vatnið sem kemur úr lind í Sólarfjalli, við utanverðan Eyjafjörð.

Útkoman var Kaldi, sem er Íslenskur bjór, bruggaður eftir Tékkneskri hefð. Hann er ógerilsneyddur, engin viðbættur sykur og án rotvarnarefna.